Leikjanámskeið sumar 2019

22. maí 2019

Leikjanámskeið Ægis verður starfrækt að vanda í sumar og er skráning að hefjast. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla krakka 7-12 ára (árgangar 2007, 2008, 2009, 2010, 2011 og 2012).
Námskeiðið er í tvær vikur (11.júní til 21. júní), en síðan verður hægt að bæta þriðju vikunni við (til 27. júní). Er 4 daga vikunnar frá kl. 13:00 – 15:00. Mæting er við Íþróttamiðstöðina nema annað sé tekið fram.
• Vika 1: þriðjudagur 11.júní – föstudagur 14.júní. 
• Vika 2: þriðjudagur 18.júní – fimmtudagur 21.júní.
• Vika 3 (valfrjáls): mánudagur 24.júní – fimmtudagur 27.júní.

Margt skemmtilegt verður brallað að venju s.s. fjöruferð, sundlaugarpartí, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Rennibrautarpartý á lokadeginum (bara fyrir þá sem eru 3 vikur). Verð: 5.000 kr. fyrir tvær vikur en 7.500 kr. fyrir þrjár vikur. Veittur er 50% systkinaafsláttur.

Leiðbeinendur: Kristín Dís Guðlaugsdóttir & Elfar Bragason auk aðstoðarmanna úr vinnuskólanum.

Skráning inn á tengil hér :https://forms.gle/Uq5iEgmMwQjjdDxZ6 
Einnig liggur skráningarlisti í Íþróttamiðstöðinni (480-3890) þar sem hægt er að skrá sig.

Styrktaraðilar