Fótboltakeppni á Unglingalandsmóti UMFÍ um næstu helgi

31. júlí 2018

Eins og flestir vita þá er framundan um næstu helgin í Þorlákshöfn um Verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ. Ægir tekur að sér að sjá um fótboltakeppnina og vantar okkur enn sjálfboðaliða sem geta dæmt leiki (reglur eru einfaldar og ekki erfitt að dæma). Endilega hafið sambandi við Lalla (620-4213) eða Össi (898-3285) ef þið sjáið ykkur fært að hjálpa til og dæma nokkra leiki. Skorum á alla sem vilja leggja félaginu lið til að láta þetta ganga upp og allt skiptir máli þó væri ekki nema hluta dags. Svo vonumst við auðvitað til þess að allir Þorlákshafnarbúar geti hjálpast að við að láta mótið verða hið glæsilegasta 

Styrktaraðilar