Einar Ottó lætur af störfum

11. október 2016

Knattspyrnufélagið Ægir og Einar Ottó Antonsson hafa komist að samkomulagi að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu.

20160722_174224
Kn.Ægi langar að þakka Einari Ottó fyrir hans framlag til félagsins og fyrir vel unnin störf. Þó að markmið síðasta tímabils hafi ekki náðst og félagið þurfi að spila í 3.deild á næsta ári má margt jákvætt taka frá tímabilinu sem var ansi viðburðaríkt. Allavega eru allir reynslunni ríkari.

Markmiði félagsins eru skýr, að fara aftur upp og nú er hafin leit að nýjum metnaðarfullum þjálfara til leiða þá braut.

Styrktaraðilar